Nei í alvöru...

Ég hef alltaf haft ágætis álit á Þorgrími Þráinssyni. Það er kannski mestmegnis vegna þess að hann er harður andstæðingur reykinga. Hann skeit samt skemmtilega upp á bak um daginn þegar hann skrifaði þessa grein.

Ég hata grænmetisætur, punktur! Hugmyndafræði þeirra er úr þéttriðnu neti byggðu af lygum, misvísunum og beinlínis heimsku. Ég var viðstaddur upptökur á skemmtiþætti Hemma Gunn fyrr á árinu, þar voru hann og kona hans gestir og konan hans lýsti því að hún væri farin að aðhyllast hráfæðisát. Ég fékk minn venjulega aulahroll og þakkaði fyrir að Þorgrímur virtist standa fyrir utan þetta. Hann gerir það greinilega ekki lengur. Ég ætla að taka fullyrðingar Þorgríms og rengja þær, lið fyrir lið: 

“"Látið fæði vera lækningu ykkar og lækninguna vera fæðið.” Þessi fleygu orð mælti Hippocrates 440 árum fyrir Krist en Hippocrates er talinn faðir læknisfræðinnar. Um 1200 árum síðar sagði Thomas Edison: "Læknir framtíðarinnar mun ekki vísa á nein lyf heldur vekja áhuga sjúklinga á að fyrirbyggja sjúkóma með því að hlúa að líkama okkar með réttri fæðu.””

Hippókrates fann upp samnefndan eið, en hann var ekki í neinum nútímalegum skilningi læknir. Thomas Edison var ekki heldur læknir. Að laga mataræðið skiptir máli, ekki misskilja mig, það eru hins vegar allt of margir sem halda því fram að það sé lausn allra vandamála.

"Burtséð frá því hversu klisjukennt það hljómar þá erum við það sem við  borðum. Getur verið að rós springi út og blómstri ef við nærum hana á diet kók, snakki og sælgæti? Hún myndi án efa visna og deyja innan tíðar. Það sama hendir okkur, en á lengri tíma. Þau okkar sem grípa í "sukkfæði” og "dauðan” mat daglega eiga hreinlega á hættu að visna langt um aldur fram."

Satt (ég ætla að gefa honum smá breik, þetta sjitt um lifandi og dauðan mat er hinsvegar hippakjaftæði).

"Það fæði sem náttúran ætlar okkur er grænmeti, ávextir og fræ; lifandi, orkumikil og heilsusamleg fæða."

Ósatt! Hér fer að halla undan fæti. Sjáið til, vissulega eigum við að éta haug af grænmeti, ávöxtum og jafnvel fræjum ef við erum þannig stillt. HINSVEGAR er kjöt okkur nauðsynlegt líka. Við fáum ekki nálægt því jafnmikið járn úr grænmeti eins og úr kjöti, staðreynd (sérstaklega mikilvægt fyrir óléttar konur). Einnig fáum við allt að því ekkert B12 vítamín nema við étum kjöt því meltingakerfi okkar hefur ekki bakteríubúskap til framleiðslu á B12 úr grænmeti.

"Öflugustu dýr jarðar, allt frá górillu til fíla eru grænmetisætur."

Ehemm, öflugasta dýr jarðar, hinn sanni konungur dýranna (EKKI LJÓNIÐ, ljónið er bara ofmetin mella með Fabio hárgreiðslu) er tígrisdýrið. Til eru dæmi um að sé það nógu svelt geti það veitt fíla og fokking ÍSBIRNI! Toppaðu það. Hvað borðar tígrisdýrið? Ekki sojabaunir og fræ. Meltingakerfi górilla og fíla gerir líka ráð fyrir pjúra grænmetisáti með því að vera af hæfilegri lengd og með rétta örverugróðurinn, okkar meltingarkerfi gerir það ekki.

"Dr. Ann Wigmore, er upphafsmanneskja hráfæðis (lifandi næring) en hún lést í bruna árið 1994, 85 ára gömul. Þegar hún greindist með krabbamein um fimmtugt og henni var tilkynnt að hún ætti eftir 6 mánuði ólifaða sagði hún skilið við óhamingjusamt hjónaband og streituvaldandi líf. Hún sneri sér alfarið að náttúrunni, innbyrgði allt sem var grænt og hrátt. Hann blandaði því saman við fræ og korn sem hún spíraði. Fræ og hnetur þarf að "vekja upp” með því að leggja það í bleyti og láta það spýra. Þá getur næringargildið 300faldast.

Eftir 1 ár hafði Ann Wigmore náð fullum bata og hún var aftur komin með brúnt hár. Hún stundaði mikla rannsóknarvinnu og fann upp hveitigrasið [auglýsing hér] og "the living food lifestyle” sem leiddi til þess að hún opnaði fyrsta heildræna heilsusetrið í Boston árið 1963. Dr. Ann Wigmore fékk "Women of the decade award” fyrir hugmyndir sínar á sviði krabbameins og meltingasjúkdóma á tímabilinu 1970-1980."

Flott hjá henni. Grundvöllur vísindaþróunar er að draga ályktanir út frá stórum rannsóknum, ekki stöku dæmum um hina og þessa einstaklinga sem reynast undantekningar (kallast anecdotal anomalíur), dæmin á jaðri normalkúrvunnar afsanna ekki tölfræðina undir 90% hópnum. Í stuttu máli: sannar ekkert.

"Ensímin eru það sem málið snýst um því þau eru lífsorkan í okkur. Eldaður matur hefur engin ensím og ekkert súrefni því við 40 gráður byrja ensímin að fjara út. Og við 48 gráður eru þau horfin. Ef við fáum engin ensím úr fæðunni göngum við í rólegum á ensímforða líkamans og þá hefst hrörnunin. Ef við gróðursetjum eplakjarna fáum við eplatré. En soðinn eplakjarni í mold skilar engu. Þannig er lífsorkan. Eldaður matur getur ekki skapað líf."

Þetta hefur hann fengið beint úr einhverjum seminarnum, alltaf klever að koma með samlíkingar til að sveipa mál sitt einhverjum sýndarsannleik. Þessi hluti er uppáhaldið mitt, því ég hef oft heyrt rökin um ensím. Ég skal útskýra: þegar fæða kemur í magann, sama hvernig meðhöndluð hún var, er tekið á móti henni með shitload af saltsýru sem stútar stórum hluta próteina í henni (ensím eru prótein) Þegar fæðunni er hleypt í skeifugörninna taka við próteasar (þýðir próteinsundrarar) sem tryggja að ef einhver ensím lifðu af helförina í maganum eru þau sölluð niður á staðnum. Ekkert af mögulegum ensímum í fæðunni er nýtt til meltingar, eða tekin upp í blóðrásina. Tilgangur brissins er að seyta meltingarensímum, það er ekki stela þeim annarstaðar frá í líkamanum og þau myndu hvort sem er ekki nýtast þar. Brisið seytir engu minna af meltingarensímum þó þú nennir ekki að elda matinn þinn. Ef brisið myndi hætta að seyta meltingarensímum myndi það á endanum drepast (engar áhyggjur, það hættir því ekki).

"Rannsóknir á simpansa hafa leitt í ljós að við erum með 99,4% sömu erfðaefni. 50% af mataræði apans eru ávextir. Allt sem er grænt (ásamt blómum) er 30% og restin er kjarni úr trjám og plöntum."

Þú veist ekkert hvað þú ert að tala um, Þorgrímur. Vissulega eru menn og simpansar með líkt erfðaefni, engu að síður geta menn og simpansar ekki eignast afkvæmi saman (sem er ágætt). T.d. eru rottur yfirleitt valdar fram yfir simpansa í lyfjatilraunum því efnaskipti frumna þeirra eru líkari okkar.

"Otto Warburg fékk Nóbelsverðlaunin fyrir 76 árum fyrir rannsóknir sem sýndu að ástæða krabbameins væri að stærstum hluta vegna ójafnvægis á sýrustigi líkamans."

Só?! Veistu hvað hefur gerst á 76 árum í læknavísindum? Þetta er varla sama fagið. Þarf ekki að rengja þetta frekar.

"Flestir eru of súrir í stað þess að vera basískir. Hvers vegna hefur lítið heyrst um þetta síðustu áratugina? [innsk. því líkaminn á að vera "súr" en ekki basískur] Og hvers vegna segja sumir læknar við krabbameinssjúklinga að mataræði skipti engu máli [innsk. því krabbameinsfrumunum er skítsama hvað þú borðar]. Hvílíkt ábyrgðarleysi. Sem dæmi má nefna þá er Parmesan-ostur með ph-gildi mínus 34 sem er mjög súrt og svínakjöt með mínus 38. Spínat er með ph-gildi plús 14. Agúrka og vatnsmelóna geta unnið á móti súru stigi nautakjöts. Stress og óhamingja hækka sýrustig en andlegt jafnvægi heldur líkamanum basískum."

pH skalinn fyrir byrjendur: Fer frá 1 og upp í 14, kemst ekki ofar en 14 og fer aldrei niður fyrir núllið, staðreynd! Öll pH gildi sem sögð eru vera í mínus eru vísindaskáldskapur, og ef spínat væri pH 14 þá væri það rótsterkur lútur, þú gætir allt eins étið Ariel Ultra (sem sumum finnst víst gott). Og tilraunir með sýrustig líkamans eru fáránlegar, líkaminn er heimsins hæfasta böfferlausn (þýðing: böfferlausnir halda alltaf sama sýrustigi), allt tal um að fixa sýrustig líkamans er á sama leveli og að halda líkamsvessum í jafnvægi: vúdú (hvað þá ef þú reynir að breyta því með því að vera "ýkt glaður, lol! LoL").

"Flestir borða ALLAN mat, sittlítið af hverju, þótt víða sé að finna öfgar í báðar áttir. Hófsemi er lykilorðið og það að vera meðvitaður. Fólk á ekki alltaf að eltast við duttlunga bragðlaukanna heldur ígrunda hvað líkamanum er fyrir bestu. Það er ágætist regla að borða sig aldrei nema um 70% saddan og borða litlar máltíðir oft á dag í stað þess að yfirfylla líkamann tvisvar á dag. Og allir vita að vatnsdrykkja er lífsnauðsynleg. Vatn er hreinsandi, svalandi og nærandi og alltaf innan seilingar."

Satt.

"En það er eins með mataræðið og margt annað þegar kemur að lífsstílsbreytingum, þær krefjast sjálfsaga og viljastyrks. Það tekur ekki nema tvær til þrjár vikur að venja sig á góða siði, jafnvel þótt maður hafi ástundað ósiði árum saman. En léleg næring eyðir líkamlegri og andlegri orku. Það er stórmerkilegt að finna hvernig líkaminn gleðst yfir hollum og léttum mat. Sálin fer að syngja."

Satt (svoldið væmið samt).
 
Þorgrímur Þráinsson

Sniðugt að byrja og enda á punktum sem ekki er hægt að mótmæla, finnst ykkur ekki? 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Segi eins og þú, hef ekkert á móti ÞÞ ... en sumar hráfæðiætur tala eins og þær séu frelsaðar, ekkert er rétt nema það sem þær gera! Fjölbreytileikinn er bestur!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.2.2007 kl. 17:42

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Kvitta fyrir lesturinn. Sjálfur þarf ég að taka til í mataræðinu og þetta er ágætt innlegg. Takk fyrir.

Haukur Nikulásson, 20.2.2007 kl. 19:55

3 identicon

Þörf og góð gagnrýni. Það er hægt að ljúga öllu með tölfræði og mér varð illt í sálinni við að lesa pistilinn hans Þorgríms.

Þakka fyrir mig.

Þorbjörn

Þorbjörn (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband